>versenden | >diskutieren | >Permalink 
ARD-Ratgeber, am 2.1. 2005 um 03:08:11 Uhr
Isländisch

Öflugur rannsóknaháskóli

Háskóli Íslands hefur starfað frá 1911. Hann stendur djúpum rótum í þjóðmenningunni og hefur alla tíð verið í senn fræðslu- og rannsóknastofnun. Greina má þróun hans í þrjú skeið:

Fyrstu sextíu árin var Háskólinn fyrst og fremst menntastofnun fyrir embættismenn, kennara og vísindamenn sem störfuðu á vegum ríkis og sveitarfélaga.

Næstu tuttugu og fimm árin fjölgaði mjög námsgreinum í grunnnámi (til B.A. og B.S. prófs) og sífellt fleiri nemendur voru menntaðir til framhaldsnáms erlendis og fjölbreyttra starfa í þjóðfélaginu.

Þriðja tímabilið, sem nú er hafið, einkennist af sívaxandi krafti í rannsóknum og uppbyggingu meistara- og doktorsnáms á flestum fræðasviðum. Háskólinn stígur nú fram sem fullburða rannsóknaháskóli í samfélagi alþjóðlega viðurkenndra háskólastofnana og gegnir forystuhlutverki í íslensku samfélagi.

Stöðug þróun og uppbygging
Samræmt gæðakerfi var innleitt frá hausti 2002 til þess að auka virkni og árangur rannsókna, bæta kennsluhætti, treysta virðingu Háskólans á alþjóðavettvangi og tryggja að prófgráður frá honum njóti áfram viðurkenningar.
Nemendur í meistara- og doktorsnámi verði um 20% af heildarnemendafjölda í Háskólanum, en þeir eru nú um 10%. Gert verður átak til að fjölga brautskráðum framhaldsnemum.
Samstarf við innlendar rannsóknastofnanir verður styrkt, m.a. með uppbyggingu framhaldsnáms og Vísindagarða. Ennfremur verður leitað eftir aukinni samvinnu við aðrar menntastofnanir í landinu.
Rannsókna- og fræðasetur Háskólans á landsbyggðinni, sem starfrækt eru í samstarfi við atvinnulíf og stofnanir með virkri þátttöku heimamanna, verða efld og tengd enn betur við rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands.
Leitað verður eftir samningum við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga til þess að kosta kennarastörf í því skyni að efla rannsóknir á ákveðnum fræðasviðum. Nú eru slík störf 18 og stefnt er að því að fjölga þeim í a.m.k. 25 árið 2005. Unnið verður markvisst að því að auka hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.
Í samvinnu við Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn verður nemendum og starfsfólki Háskólans tryggður aðgangur að fræðilegu efni, án tillits til búsetu. Í því skyni verður lögð sérstök áhersla á rafræna miðlun upplýsinga.
Samstarf við Landspítala-háskólasjúkrahús verður styrkt og rannsóknir á sameiginlegum fræðasviðum stofnananna þannig efldar.
Hlutfall sértekna, meðal annars úr innlendum og erlendum rannsóknasjóðum, af heildarveltu verði yfir 40% á árinu 2005 en það er35%.
Stefna Háskólans er sú að fjárveitingar til rannsókna verði sambærilegar fjárveitingum til kennslu, skýrir árangurs-mælikvarðar ráði fjárveitingum og sérstaða fámennra greina verði viðurkennd.



____________________________________________

Netzfundstück.

Keine Ahnung was der Text bedeutet. Ob ich mal die Trolle und Elfen frage?

Aber mit deutlich über drei Promille im Blut sollte man auch so perfekt isländisch können.



   User-Bewertung: /

Bewerte die Texte in der Datenbank des Assoziations-Blasters!

Hiermit wurden Dir 2 Bewertungspunkte zugeteilt. Wenn Dir ein Text unterkommt, der Dir nicht gefällt, drücke den Minus-Knopf, findest Du einen Text, der Dir gefällt, drücke den Plus-Knopf. Jede Bewertung verbraucht einen Deiner Bewertungspunkte.

Damit Deine Bewertungs-Punkte erhalten bleiben, muss ein Cookie auf Deinem Computer abgelegt werden. Bitte wähle, ob der Cookie für vier Monate oder nur für eine Woche gespeichert werden soll:

Mehr Informationen über das Bewertungssystem
 Konfiguration | Web-Blaster | Statistik | Hilfe | Startseite